JÁ!

Eins gott!

Það er þá loksins góð frétt fyrir Newcastle í langan tíma!!


mbl.is Snýr Keegan aftur til Newcastle?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á enn eina breytingu!

Ég vildi að ég hefði ekki eytt öllum peningunum mínum í Evrópuferð í sumar.. ég hefði getað hjálpað til við að mótmæta á laugardaginn.

 Ég vona að hann nái að selja félagið svo maður geti enn og aftur vonast eftir betri tímum hjá félaginu, því maður sér ekki bjarta tíma framundan í augnablikinu.


mbl.is Stuðningsmenn Newcastle ætla að mótmæla brotthvarfi Keegans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zola til West Ham

Mér líkaði nú meira við gamla hárið á honum.

Annars flott fyrir West Ham að fá Zola, hann kunni sitt á vellinum og spurning hvort hann standi sig eins vel á hliðarlínunni.

 

Gianfranco Zola

 

Þá spyr ég hvað er að frétta af Newcastle? Hvort ætlar Ashley að selja félagið eða ráða nýjan stjóra?


mbl.is Zola gerir þriggja ára samning við West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa áhyggjur

Hvað eigum við að gera ef allt fer á versta veg? Flýja? Hvert?

Það er greinilega löngu búið að samþykkja að láta gera þetta, þannig það er alltof seint að reyna að koma í veg fyrir þetta núna.

Ef jörðin verður étin upp innanfrá vona ég að ég verð bara sofandi rólegur í mínum hugarheimi. Þar er lífið best.


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með von um bjartari framtíð

Þessi frétt hentar mjög vel til að byrja á að fjalla um á nýju bloggsíðunni og á meðan ég man þá vil ég þakka fyrir allar þessa enga congrats með nýju síðuna. FootinMouth

Ég veit ekki hvorum megin ég á að byrja.. en allavega.. ég hef ekki þolað Chelsea í þessi ár síðan Rússinn kom vegna peninganna. En þeir gerðu þetta líka svo augljóst á sínum tíma og keyptu marga leikmenn á uppsprengdu verði.

Nú hafa nokkur félög verið keypt og nú síðast Manchester City og félög þurfa að passa sína leikmenn sem skara framúr því þessi peningafélög er fljót að kaupa leikmenn á of mikið.

Ef Newcastle verður keypt þá ætla ég að segjast ánægður en ekki endilega peningana vegna. Newcastle er mitt félag og ég hef staðið með mínu félagi í 10 ár. En nú upp á síðkastið var of mikið, ég er búinn að vera frekar pirraður yfir öllum þessum fréttum að allt sé í háaloftunum hjá félaginu og varð frekar sár yfir að Keegan þurfti að fara, því ég var að vona að loksins væri eitthvað að gerast síðan Bobby Robson fór.

Newcastle skjöldurinn

En fyrst allir peningarnir eru að streyma í enska boltann þá er ég alveg ágætlega sáttur að Newcastle endi ekki á að verða fátækasta félagið í úrvalsdeildinni og falli vegna fátæktar.. allavega sýndist mér Mike Ashley ekki nenna að dæla peningunum sem félgaði þurfti fyrst þeir vildu að Owen tæki á sig launalækkun. En fyrst verður Anil Ambani (vá hvað það er skrýtið nafn) að kaupa félagið.

Ég verð að segja að ég vil Wise burt og Keegan aftur, ég hefði viljað Milner aftur og halda Owen.

Annars ef þetta fer þannig að félagið verið keypt og Keegan komi aftur verð ég eins sáttur og ég get.


mbl.is Vænkast hagur Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband