Eigum við ekki bara að leyfa Man Utd. taka þetta, þeir þurfa að rífa sig upp í deildinni og það væri ekki skemmtilegt hjá þeim að byrja á að tapa bæði gegn Chelsea og Liverpool.
Ég vona allavega deildarinnar vegna að Manchester vélin sé ekki búin, því Ferguson hefur gert ótrúlega hluti þarna í 22 ár. Lengi hefði ég viljað sjá þetta gerast, að hafa Man Utd. í neðri hluta deildarinnar.. en án þeirra meðal þeirra efstu er deildin varla sú sama. Eiga Liverpool og Chelsea að hanga á toppnum? Ég er viss um að Chelsea myndi sigra þá baráttu um titilinn og það er sísta liði sem ég vildi sjá vinna titilinn, því ég er ekki voða ánægður með allt þetta peningadæmi sem er komið í deildina.
Chelsea og nú Man City, sem verður líklega eitt af stærtu liðunum á næstunni, eru eiginlega orðin ógn við gæði fótboltans.
Það er skemmtilegra að fylgjast með liðum eins og Arsenal og Manchester United sem leggja metnað í það sem þeir gera og nýta reglulega leikmenn sem koma úr unglingliðinu og vinna titla, en eru ekki kaupandi allt sem er að gera eitthvað.
Ég ætla að vonast eftir sigri gestana um helgina, því mér myndi líða betur ef ég hætti að fá fréttir um hve vel Chelsea er að standa sig.
Þá er það bara hvaða lið kemur fleiri mörkum inn.. Man. U.hafa verið frekar vængbrotnir.. en leiðinlegasti leikmaður deildarinnar, Ronald, er komin aftur og spurning hvort hann nái að standa uppi gegn öllum þessum heimsklassa leikmönnum Chelsea.
![]() |
Chelsea hefur spilað 84 leiki í röð án taps á heimavelli í deildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | 19.9.2008 | 13:54 | Facebook
Athugasemdir
Skeggi!
Allt í lagi að benda þér á það að það hefur ekki komið skítsæmilegur leikmaður uppúr unglingastarfi Man Utd síðan 1998............
Allir leikmenn liðsins eru rándýrar aðkeyptar stjörnur.
Reynir Elís Þorvaldsson, 19.9.2008 kl. 14:28
Það er kannski alveg rétt hjá þér. Þessar ungu stórstjörnur Man Utd. eru orðnir alltof gamlir í dag, eins og Giggs, Scholes, Neville og Beckham er auðvitað farinn.
Wes Brown, John O'Shea eru þó þokkalegir leikmenn, en hann komu báðir úr unglaliðinu.
Darren Flecher finnst mér vera vanmetin leikmaður þó hann sé ekki fullkominn. Hann er að mínu mati ágætur varamaður fyrir Man U. en hann á þó heima í öðru liði.
Johnny Evans.. er það ekki annars þessi nýji sem er svolítið í umræðunni núna og hver veit.. kannski verður hann einn af aðal jöxlum United liðsins á komandi árum.
Skeggi, 19.9.2008 kl. 16:03
Gaman að sjá menn tjá sig um mitt lið þegar menn hafa ekkert vit á fótbolta eða allavegana ekki kynnt sér neitt utan kannski þessi 4 lið sem hafa verið hingað til í top 4 sætunum.
En hvernig er Manchester City ógn við gæði fótboltans með mann eins og Robinho innanborðs ? þeir eru búnir að skora lang flest mörk í deildinni hingað til og spila leiftrandi sóknarbolta.
Ef þú ert að tala um að það séu ekki nógu margir menn sem koma úr unglingaliðinu þá þarft þú að skoða málið aðeins betur.
Það er ekkert lið í deildinni sem státar af jafn góðu unglingastarfsemi og City.
26 leikmenn hafa spilað með aðaliðinu sem hafa komið upp úr unglingastarfsemnini undanfarin ár
10 leikmenn eru núna búnir að spila á þessu tímabili sem koma upp úr unglingastarfseminni hvernig er það verið að skemma fótboltann ?
Þröstur Heiðar Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 12:07
Ég á við að með tímanum hjá Man City fá ungu leikmennirnir ekki tækifæri.
Í dag eru þeir að gera þetta gott og ég vona mjög mikið að liðið breytist ekki of mikið útaf öllum þessum peningum sem eru nýkomnir til liðsins.
Svo vil ég leiðrétta þig þar að ég fylgist alls ekki aðeins með þessum 4 efstu, en þó kannski ekki með hugann alfarið á Man City.
Aðallega það sem ég er að segja með City er að þeir líta út fyrir að vera að fara út í það sama og Chelsea gerðu. Kaupa alla sem mögulega gætu hjálpað liðinu að komast á toppinn. Það kalla ég skemmd á fótboltanum því yngri flokkarnir komast þá að lokum ekki að.
Skeggi, 24.9.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.